Sautjan ný smit í gær
Sautján ný kórónuveirusmit greindust á Suðurnesjum í gær, fimmtudag. Tekin voru 264 sýni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við Iðavelli í Keflavík.
Á miðvikudaginn voru smitin tuttugu og fjögur talsins.
Hátt í 900 manns hafa fengið örvunarbólusetningu gegn Covid-19 hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í þessari viku. Bólusett er að Iðavöllum 12b.