Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sautján ára í hraðakstri
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 kl. 11:32

Sautján ára í hraðakstri

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn umræddi vera aðeins sautján ára gamall og var forráðamönnum hans gert viðvart um hraðaksturinn.
 
Þá hafa fáeinir ökumenn verið teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna- eða ölvunarakstur og reyndist einn þeirra vera sviptur ökuréttindum.
 
Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu á síðustu dögum en þau voru öll minni háttar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024