Sautján ára á 163 km hraða
Foreldrum og barnaverndarnefnd tilkynnt um atvikið.
Fimm ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók, sautján ára piltur, mældist á 163 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Foreldrum piltsins, svo og barnaverndarnefnd, var tilkynnt um afskipti lögreglu, þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri.
Hinir ökumennirnir fjórir mældust allir vel yfir 100 kílómetra hraða.