Sautján ára á 124 kílómetra hraða
Tíu ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Flest áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 126 kílómetra hraða. Þá mældist bifreið, sem sautján ára piltur ók á 124 kílómetra hraða. Einn hina tíu gerðist brotlegur á Grindavíkurvegi og mældist bifreið hans á 116 kílómetra hraða.