Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Saumar og kjólar á Hafnargötu
Þriðjudagur 13. júlí 2004 kl. 15:43

Saumar og kjólar á Hafnargötu

Verslunin Flott opnaði 1. júlí á Hafnargötu 61 en þetta er saumastofa og kjólaleiga. Eigendurnir eru tveir. Annar þeirra er Inga Dóra Jónsdóttir, en hún er lærður kjólaklæðskeri. „Við sjáum um allar viðgerðir og breytingar á fötum alveg frá styttingum yfir í þrengingar,“ sagði hún í samtali við Víkurfréttir.

Inga Dóra útskrifaðist úr Iðnskólanum í Reykjavík en þar lærði hún herra og dömuklæðskerann í fataiðnaðardeildinni. Hún segist hafa fengið frábærar viðtökur síðan hún opnaði miðað við að ekkert var auglýst.

Hún mun halda sýningu á ljósanótt þar sem hún mun sýna sérsaumaða kjóla og herrafatnað.

Verslunin Flott er opin frá 12-18 alla virka daga og segir hún tilvalið fyrir fólk að kíkja á sig ef það ætlar að láta sauma á sig kjól eða þarf að láta gera við allskyns fatnað.
Bílakjarninn
Bílakjarninn