Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 17. mars 2002 kl. 14:51

Saumaður fjögur spor eftir árás Varnarliðsmanna

Fjórir Varnarliðsmenn réðust á leigubílstjóra fyrir utan næturklúbbinn Casino í Keflavík í nótt. Leigubílstjórinn þurfti að leita læknis og láta sauma fjögur spor í höfuðið. Varnarliðsmennirnir voru handteknir og færðir til fangageymslu.Varnarliðsmennirnir munu hafa byrjað að berja á leigubílnum og sparka í bílinn eftir að farþegi var kominn inn í bílinn. Leigubílstjórinn mun þá hafa farið út úr bílnum með þeim afleiðingum að ráðist var á hann. Auk höfuðáverak segist bílsjórinn vera blár og marinn um allan skrokkinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024