Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sauma nót og selja kaffi
Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 10:47

Sauma nót og selja kaffi

Netagerðin Möskvi hefur samið við Samherja um að sauma loðnunót um borð í fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar í Möskva er um stórt og mikið verkefni að ræða og fagnaðarefni í þeim samdrætti sem verið hefur í netagerð í seinni tíð.

Þegar litið var við í Möskva á dögunum var allt komið á fullt við saumaskapinn undir stjórn Kristins Jóhannssonar. Aðalgeir segir að fyrri nætur sem Möskvi hafi framleitt hafi reynst það vel og svo vel veiðst í þær að sjálft flaggskipið í loðnuflotanum hafi pantað nótina í Möskva.

Aðalgeir og Kristinn reka einnig kaffihúsið Bryggjuna á neðstu hæð. Þeir eru afar ánægðir með ferðamannavertíðina í sumar og segja að sumarið hafi slegið öll fyrri met.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Texti og myndir af heimasíðu Grindavíkurbæjar.