Sauðburður í september!
Fréttir af sauðburði er eitthvað sem við heyrum af snemma vors en ekki á þessum árstíma. Þó eru til undantekningar á því eins og sýndi sig í Grindavík á laugardaginn þegar ærin Rjúpa bar tveimur lömbum. Nafngiftin á hinum nýfæddu lömbum lýsir kringumstæðunum best því annað lambið fékk nafnið Stormur og hitt Slydda í tilefni af veðrinu sem ríkti utan við fjárhúsin á laugardagskvöldið þegar þau komu í heiminn.
Ærin Rjúpa bar ekki í vor. Hefur greinilega verið uppteknari af einhverju öðru en að fjölga sér. Hún var þá sett út með hrútunum í viku og einn þeirra, hrúturinn Týr, stóð sína pligt greinilega með prýði.
--
Mynd/www.grindavík.is - Ærin Rjúpa með lömbin sín tvö, Storm og Slyddu.