Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sauð egg og slökkviliðið mætti í heimsókn
Þriðjudagur 4. júlí 2017 kl. 13:56

Sauð egg og slökkviliðið mætti í heimsókn

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út í dag vegna tilkynningar um eggjasuðu sem farið hafði úr böndunum. Vísir greinir frá þessu. Íbúi hafði í morgun ákveðið að sjóða egg áður en haldið yrði á knattspyrnuæfingu. Hins vegar gleymdist að taka eggin af hellunni áður en haldið var á æfinguna.

Lítið sem ekkert tjón varði þó af atvikinu og þurfti slökkviliðið einungis að blása gufuna út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024