Sátu námskeið í sálgæslu
Starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og starfsfólk 88 Hússins í Reykjanesbæ sátu fimmtudag 12. febrúar 2004 námskeið í sálrænni skyndihjálp. Námskeiðið var á vegum SamSuð og hafði Carlos Ari Ferrer umsjón með því. Farið var yfir viðbrögð starfsmanna þegar skólstæðingar þeirra lenda í áföllum og eins hvernig bera eigi slæm tíðindi. Félagsmiðstöðvarnar og 88 Húsið ætla að halda áfram að vinna í þessum málum með það að markmiði að efla starfsfólk sitt og þjónustu.