Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sátu fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 7. febrúar 2012 kl. 21:02

Sátu fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli

Um 450 farþegar Icelandair sátu fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli síðdegis og fram á kvöld. Snælduvitlaust veður var á Suðurnesjum síðdegis. Vélarnar lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis en ekki var þorandi að taka þær upp að landgöngum flugstöðvarinnar vegna veðurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vindur fór í 30 metra á sekúndu í hviðum á flugvellinum. Veðrið er að ganga niður í þessum skrifuðum orðum. Seinkun verður á flugi Icelandair til Bandaríkjanna vegna þessa.