Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sáttmáli gegn einelti
Miðvikudagur 25. janúar 2012 kl. 10:28

Sáttmáli gegn einelti

Allir nemendur Grunnskóla Grindavíkur skrifuðu undir sáttmála gegn einelti og tóku þátt í umræðu um jákvæð samskipti í desembermánuði. Meginmarkmið með þessari aðgerð er að fylgja eftir útgáfu á bæklingi um einelti sem gefinn var út í Grindavík og síðast en ekki síst vekja samfélagið til umhugsunar um þessi mál og fá opna umræðu um eineltismál almennt og hvetja til samstöðu í jákvæðum samskiptum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú hefur sáttmálinn verið stækkaður upp og afhendur nemendum í báðum skólum Grunnskóla Grindavíkur. Það voru þeir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Pálmi Ingólfsson skólastjóri sem færðu nemendum sáttmálann á bóndadaginn. Nemendur úr nemendaráði sáu síðan um að hengja sáttmálann upp á áberandi stað á sal skólans.

Grindavík.is greinir frá