Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sáttir við tonnið
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 15:42

Sáttir við tonnið

Hljóðið var gott í skipverjunum á Íslandsbersa sem voru að landa afla síðasta túrs við bryggjuna í Keflavík í dag.

Í lestinni var um það bil eit tonn, aðallega þorskur en þó eitthvað af meðafla. „Þetta þykir bara nokkuð gott á þessum tíma og í þessum hita,“ sagði einn skipverjinn og sagði að þeir hefðu verið að fá svipað í síðustu túrum.

Veðrið sveik engan í dag og síst af öllu á hafinu. Þar sem  sjórinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024