Sat undir barni í ofhlöðnum bíl
Lögregla hafði á dögunum afskipti af ökumanni sem var að aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar með of marga farþega í bílnum. Í aftursætinu sat móðir undir barni sínu sem þar af leiðandi var ekki í öryggisbelti né barnabílstól.
Ökumaðurinn var sektaður og tveir farþegar fóru úr bílnum og gengu aftur til flugstöðvarinnar.
Barnið var sett í barnabílstól sem hafði verið geymdur í farangursrými bifreiðarinnar.
Ökumaðurinn var sektaður og tveir farþegar fóru úr bílnum og gengu aftur til flugstöðvarinnar.
Barnið var sett í barnabílstól sem hafði verið geymdur í farangursrými bifreiðarinnar.