Sat fastur úti í miðri höfn!
Þessi netabátur, Njörður KÓ, festist úti í miðri Sandgerðishöfn í hádeginu í dag. Þá var stórstraumsfjara og varla hægt að segja að sjór hafi verið í höfninni.Karlarnir um borð biðu rólegir eftir að flæddi og þá losnaði báturinn af sandeyrinni. Skammt undan mátti svo sjá dýpkunarpramma að störfum en nú er unnið að dýpkun Sandgerðishafnar.