Sat fastur með pallhýsið á bensínstöðinni
Sum ferðalög fara öðruvísi en ætlað var. Ferðafólk á Ford pallbíl með pallhýsi sat fast á bensínstöð Olís á Básnum í Keflavík í gærdag. Bílnum hafði verið ekið með pallhýsið undir þak yfir eldsneytisdælunum.
Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Starfsfólkið á Básnum hefur eiginlega ekki tölu á því lengur hversu oft atvik eins og þetta hafi gerst.
Lausnin í gær var að hleypa lofti úr hjólbörðum þangað til pallhýsið losnaði frá þakinu.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndri Víkurfrétta á staðnum þegar allt var pikkfast við bensínstöðina.