Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sat fastur á grjóti á hringtorgi
Það gerist oft að ekið er upp í hringtorgið við Bolafót. Hér er mynd úr safni.
Mánudagur 23. desember 2019 kl. 14:03

Sat fastur á grjóti á hringtorgi

Bifreið var um helgina ekið upp á hringtorg við Njarðarbraut. Þar endaði hún ofan á grjóti og sat föst. Þurfti dráttarbifreið til að lyfta henni ofan af grjótinu og fjarlægja hana. Þetta er annað óhappið á sama stað og með sama hætti á stuttum tíma.

Þá reyndist rúmlega þrítugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Tveir ökumenn voru svo grunaðir um fíkniefnaakstur. Annar þeirra var með fíkniefni í fórum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024