SAS-vélin biluð við Leifsstöð
Flugvél frá SAS-flugfélaginu tilkynnnti bilun í hreyfli til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík klukkan 04:21 í nótt. Var þá þegar ákveðið að lýsa yfir viðbúnaðarstöðu samkvæmt flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar, og allir viðbragðsaðilar boðaðir samkvæmt því.Vélin var með 151 farþega innanborðs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá Almannavörnum ríkisins lenti vélin heilu og höldnu klukkan 04:52 og var þá viðbúnaðarstöðu aflétt.