Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. ágúst 2001 kl. 17:34

SAS millilendir með sjúkar konur

Flugvél frá SAS millilenti í Keflavík kl. 16:34 en um borð voru tvær sjúkar konur.

Tveir sjúkrabílar úr Keflavík tóku á móti flugvélinni sem var á leið frá Kaupmannahöfn og vestur um haf til New York. Einnig sendi slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli öflugan slökkvibíl í vakt á svæðið. Konurnar voru fluttar undir læknishendur en flugvélin hélt áfram vestur um haf kl. 17:00 eftir að hún hafði tekið eldsneyti.

Að sögn starfsmanns Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður séð vel um konurnar og þeim komið áfram til áfangastaðar þegar þær losna af sjúkrahúsi.

Ekki er vitað hvað hrjáði konurnar en þær upplýsingar fengust á vettvangi að önnur þeirra hafi verið veikari en hin.

Myndin var tekin rétt eftir að sjúkrabílarnir yfirgáfu vettvang.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024