Sannkölluð sorpblaðamennska!
Bæjarstjórar og sveitarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum fengu afhentar fyrstu sorptunnurnar sem munu taka við af svörtu ruslapokunum á Suðurnesjum fyrir helgi. Af þessu tilefni voru fjölmiðlar kallaðir til og myndarlegur stjórahópurinn stillti sér upp við tunnurnar ásamt Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands veitarfélaga á Suðurnesjum.Mönnum varð á orði við myndatökuna að þarna væri á ferðinni sannkölluð sorpblaðamennska. Nú væri umfjöllun um sorp hins vegar "inn" og þá vísað til Staðardagskrár 21.
Dreifing á nýju tunnunum mun hefjast á næstu dögum og verður það auglýst sérstaklega.
Myndin: Bæjar- og sveitarstjórarnir við nýju tunnurnar.
Dreifing á nýju tunnunum mun hefjast á næstu dögum og verður það auglýst sérstaklega.
Myndin: Bæjar- og sveitarstjórarnir við nýju tunnurnar.