Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 4. desember 2001 kl. 09:25

Sannkölluð slysavika

Mjög erilsamt hjá Brunavörnum Suðurnesja í vikunni sem leið, mest var þó um útköll um helgina. Samtals var fjöldi útkalla slökkviliðs 23 og voru þar af sex samtíma útköll. Slökkviliðið fékk fimm tilkynningar um bruna en ekki reyndist um staðfestan elda að ræða í neinu af þeim tilfellum.
Fjöldi sjúkraflutninga í vikunni voru samtals18 þar af 9 forgangsflutningar ef völdum slysa, en þetta var sannkölluð slysa vika. Af þeim 18 sjúkraflutingum voru 11 um helgina. Þá var í sex tilfellum tveir og þrír sjúkrabílar í útkalli samtímis. Slysin voru mis alvarleg en það alvarlegasta varð á laugqardagsmorgunn þegar tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að ein kona lést og önnur liggur alvarlega slösuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024