Mánudagur 1. september 2003 kl. 09:24
Sannkallaði haustveður
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 norðvestanlands. Súld eða dálítil rigning á vestanverðu landinu, en skýjað með köflum og þurrt að mestu austanlands. Hiti víða 10 til 15 stig, en allt að 20 stigum norðaustan- og austanlands í dag.