Sandur og glerbrot um allt
„Það var óskemmtileg aðkoma í leikskólanum þegar börn og starfsfólk mætti í morgun,“ skrifar starfsfólk leikskólans Gefnarborgar í Garði á fésbókina í morgun.
Einhverjir hafa dundað sér yfir helgina að moka sandi upp úr sandkassanum og dreifa honum út um allt og einnig eyðilagt eitt af gönguljósunum þannig að glerbrot voru út um allt.
„Það væri óskandi að gerendur sæju að sér og kæmu og aðstoðuðu við tiltekt og lagfæringar,“ er skrifað á fésbók leikskólans.