SANDGERÐISVEGURINN TREKKIR ÖKUFANTA
Vinsældir Sandgerðisvegarins í hraðakstursmálum er með ólíkindum og vart líður viku á milli þess sem einhver fórnar ökuskírteininu á þessum „eðalvegi“. Rétt fyrir miðnætti síðastliðinn sunnudag þurfti ungur ökumaður að fórna skírteininu í tvo mánuði eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglunni í Keflavík á 157 km. hraða. Að auki skuldar piltur ríkissjóði u.þ.b 25 þúsund krónur vegna viðviksins.