Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðishöll í undirbúningi
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 09:39

Sandgerðishöll í undirbúningi

Undirbúningur byggingaframkvæmda að nýju fjölnota íþróttahúsi í Sandgerði er kominn á fullt og hefur bæjarráð vísað verksamningi um alverktöku við Fasteign hf og Al-verk ehf verið  til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá er bæjarstjóra falið að leita eftir einingarverðum í jarðvegsframkvæmdir við bílastæði og stækkun núverandi íþróttavallar Reynis.

Á síðasta bæjarráðsfundi var rætt um mikilvægi þess að stækka núnverandi íþróttasvæði til suðurs og skapa meira rými fyrir keppnisvöll og æfingasvæði.
 
Fram komu skriflegar ábendingar frá formanni Reynis um útfærsluatriði og var þeim vísað til úrvinnslu byggingarnefndar.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024