Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðishöfn dýpkuð og grjótverkefni í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 1. apríl 2020 kl. 09:38

Sandgerðishöfn dýpkuð og grjótverkefni í Reykjanesbæ

Hafist verður handa við fjölbreyttar hafnaframkvæmdir um land allt og alls verða 750 milljónir kr. settar aukalega í slíkar framkvæmdir. Meðal annars verður ráðist í dýpkun hafnarinnar í Sandgerði.

Samkvæmt sömu áætlun verður unnið í ýmsum grjótverkefnum, m.a. í Njarðvík og Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þessu ári verða 6,5 milljarðar kr. settir í samgöngumál, 550 milljónir í uppbyggingu fjarskiptakerfa og 300 milljónir til byggðamála til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu í gærkvöldi um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda þar sem þetta var staðfest. Öll fjárfestingaframlögin bætast við önnur framlög í þessum málaflokkum á fjárlögum.