Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 16. október 2001 kl. 09:12

Sandgerðishöfn dýpkuð í vetur

Lægra tilboðið í dýpkun Sandgerðishafnar reyndist 34 milljónir undir kostnaðaráætlun Siglingastofnunar. Dýpka á Sandgerðishöfn í vetur og sprengja fyrir stálþili vegna lagfæringa og lengingar á Norðurgarði um 25 metra.Er það gert til að bæta aðstöðu fyrir loðnu- og síldarskipin.
Tvö tilboð bárust í útboði Siglingastofnunar og Hafnarráðs Sansgerðisbæjar. Ístak bauð tæpar 59,7 milljónir og Hagtak hf. bauð tæpar 24,4 milljónir. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar hljóðaði upp á 58 milljónir. Er tilboð Hagtaks því 42% af áætlun og tæpum 34 milljónum undir kostnaðaráætlun Siglingastofnunar. Þetta kemur fram á vef Sandgerðisbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024