Sandgerðisdagar settir í kvöld
Sandgerðisdagar verða settir í kvöld í Samkomuhúsinu. Hátíðin sem er nú haldin í 7. sinn verður með sérlega glæsilegu móti að þessu sinni. Boðið verður upp á fjölda skemmtana þar sem allir eiga eftir að finna sér eitthvað við hæfi.
Í kvöld verður boðið í sundlaugarpartý fyrir 7. til 10. bekk auk þess sem fullorðna fólkið getur skellt sér á dansleik á Mamma Mía.
Laugardagurinn, má teljast aðalhátíðardagurinn þar sem boðið verður upp á fjórðatug dagskrárliða. Má þar helst nefna útsýnisflug yfir Sandgerði og nágrenni, tónleika söngsveitarinnar Nylon, opið hús hjá Jöklaljósum að öðrum dagskrárliðum ólöstuðum auk þess sem hægt verður að athuga með framtíð sína hjá spákonu sem verður með aðsetur í Fræðasetrinu.
Hátíðinni líkur svo á sunnudag með tónleikum Heru Hjartardóttur í Samkomuhúsinu þar sem hún mun syngja lög af ný útkomnum geisladisk sínum.
Hægt er að nálgast dagskrá Sandgerðisdaga með því að smella hér.