Sandgerðisdagar hefjast í dag
Sandgerðisdagar hefjast í dag, mánudaginn 26. ágúst, og verður margt í boði alla vikuna. Í dag verður diskótek fyrir 1. til 4. bekk í Skýjaborg. Sandgerðisgatan verður kl. 17 til 20 en Breiðhóll, Dynhóll og Sjónarhóll eru gestgjafar Sandgerðisdaga í ár. Í kvöld er svo PubQuiz í Reynisheimilinu.
Hátíðinni lýkur laugardaginn 31. ágúst með skemmtun og flugeldasýningu.
Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til þess að kynna sér dagskrá daganna og taka þátt í þeim viðburðum sem í boði eru.