Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisdagar haldnir um helgina
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 11:49

Sandgerðisdagar haldnir um helgina

Sandgerðisdagar verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi. Reynir Sveinsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hátíðin er sett á morgun en í kvöld má segja að henni sé forstartað þar sem Púlsinn Ævintýrahús og Mamma Mía slá upp kvöldskemmtun.
Hátíðin í ár fer fram á öðrum stað en vanalega, nefnilega Tikk-Húsinu við höfnina. Þar er nóg pláss jafnt innan húss sem utan þannig að ef veður er ekki hagstætt er hægt að flýja í skjól innandyra. Annað kvöld verður m.a. sundlaugapartý fyrir krakkana og KK verður með tónleika á Mamma Mía.
Sannkölluð tívolístemmning verður við Tikk-húsið á laugardag þar sem verður m.a. markaður þar sem maður getur keypt allt á milli himins og jarðar. Margt verður um góða gesti eins og áður sagði og þar fer fremst
í flokki poppdrottningin sjálf, Birgitta Haukdal, sem mun taka  nokkur lög ásamt Vigni félaga sínum úr Írafári. Klukkan 14 eru allir hátíðargestir hvattir til að mæta á Sand-gerðisvöll og styðja við bakið á Reynismönnum sem etja kappi við lið Fjarðarbyggðar í úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu.
Hátíðinni verður svo slitið opinberlega á laugardagskvöld með flugeldasýningu, brennu og bryggjusöng.
Reynir lofar miklu fjöri. „Þetta verður stanslaus skemmtun og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.”

 

Sandgerðisdagar

Fimmtudagur 26. ágúst 

Kl. 20 - 22

    Púlsinn- ævintýrahús Víkurbraut: Kúltúrkvöld (Verð kr. 1.000)

                Hafrún Hafþórsdóttir les frumsamin ljóð

                Tríóið Hljóp á snærið tekur lagið

                Dúettinn Fríða og dýrið

                Hið sívinsæla Breiðband  

 Kl. 22     Mamma Mía:  Aftan Festival,  fjölbreytt tónlistaratriði

                Myndlistarsýning  Guðrúnar Ólafsdóttur opin alla helgina

 

 

Föstudagur 27. ágúst 

Kl. 20    Safnaðarheimilið

Hattavinafélagið minnir á að allir föstudagar eru hattadagar í Sandgerði

Setning. Ingþór Karlsson formaður  MRS 

Marteinn og Ólafur Þór Davíðssynir flytja frumsamin lög

Söngsveitin Víkingar 

Magnús Þór Sigmundsson tónlistamaður   

Diddú ( Sigrún Hjálmtýrsdóttir ) syngur  vinsæl lög

Kaffibrúsakarlarnir ræða saman í kaffitímanum

              

Kl. 21  Sundlaug Sandgerðis:  Sundlaugarpartí fyrir 7. til 10. bekk
Kl. 22 Púlsinn ævintýrahús  Víkurbraut:  Álfakvöld (Verð kr. 1.000 )
Eru álfar til ?  Erla Stefánsdóttir sjáandi. Sögur af álfum;  Sigurbjörg Karlsdóttir sagnakona segir okkur af álfum og Huldufólki á Suðurnesjum og víðar            
Kl. 20 Tikk húsið  við Höfnina:  Aftan rokk festival o. fl. fyrir unga fólkið 
Kl. 23 Vitinn: Dansleikur,  Hljómsveit Rúnars Þórs leikur. 
Kl. 23 MammaMía: Sögustund og tónleikar með KK   “tilboð í gangi “

                  “        “     Myndlistarsýning Guðrúnar Ólafsdóttur 

 

Laugadagur 28. ágúst

Kl. 11 Gókart  fyrir unlinga og fullorðna
Kl. 11: Míni Gókart fyrir 4 til 8 ára við Fiskmarkaðinn 
Kl. 11:30  MammaMía: Enski boltinn
Kl. 13 Fræðasetur:  Listaverkasýning Reynis Katarínar; Gyðjur og  Goð úr Norræni goðafræði, vatns- og olíumyndir ásamt steinum. 
Kl. 13 Þyrluflug: Útsýnisflug yfir Sandgerði og nágrenni  
Kl. 13 Listasmiðjan NýVídd Strandgötu opin gestum
Kl. 13 Jöklaljós Strandgötu  opið gestum  
Kl. 13 – 19  Sigurvon  Strandgötu: Bílar og tæki til sýnis
Kl. 13 - 19 Slökkvistöð, Strandgötu:  Bílar til sýnis 
Kl. 13 – 17  Púlsinn ævintýrahús Víkurbraut: Leikskemmtun á palli Púlsins                 
Magadansmær
Götuleikhús út um allan bæ frá kl 14:30
Opið hús í Púlsinum til kl. 17:00
Kl. 13 - 17 Lionshúsið: Saga hússins og  gömul blöð Lions, Efra Sandgerði 
Hafnarvideó alls konar tilboð í gangi
Shell-skálinn  Strandgötu: Tilboð í gangi 
Kl. 13 Tikk húsið: Markaður, leirlist, kerti, hákarl, harðfiskur, minjagripir
Tikk húsið: Svið – alls konar uppákomur
Tikk  húsið: Kaffisala Kvenfélagsins Hvatar
Kl. 13 Alls konar leiktæki fyrir börnin
Kl. 13 Kajakar við bátabrautina
Kl. 14:30 Ernir; Bifhjólasamtök Suðurnesja sýna glæsifáka
Kl. 13 Spákona  í Tikk húsi  
Kl. 13 - 16 Bílbeltastóll  VÍS: Árekstur á 15 km hraða
Kl. 13 Þrautarganga. Hvert fór kvótinn okkar?
Kl. 14 Úrslitaleikur á Reynisvelli: Reynir og Fjarðarbyggð
Kl. 13 Suðurnesjatröllið: Sterkustu menn landsins keppa 
Kl. 16 Ökuleikni á vörubílum við Fiskmarkaðinn í umsjá Auðuns Pálssonar     skráning í síma  824-1060
Kl.16:30 Lyftararallí í umsjá Auðuns Pálssonar
Kl. 17  Dorgveiðikeppni fyrir börn í umsjá Björgunarsveitarinnar Sigurvonar
Kl. 15  Ómar Ragnarsson skemmtir ungum sem öldnum
Kl. 15 Birgitta Haukdal syngur vinsæl lög við undirleik Vignis  Vigfússonar gítarleikara úr Írafári  
Kl. 16 Kassabílarallí
Kl. 16 Harmonikkuleikur í Tikk húsi og lifandi tónlist, tónlistaruppistand o. fl.
Kl. 22 Varðeldur  og bryggjusöngur 
Kl. 20 - 24 Braggabandið leikur fyrir dansi í Tikk-húsinu fyrir alla aldurshópa 
Kl. 23 Flugeldasýning  í umsjá Björgunarsveitarinnar  Sigurvonar
Kl. 23 Vitinn: Dansleikur, hljómsveit Rúnars Þórs leikur  
Kl. 23 MammaMía: Dansleikur, Halli Valli og Smári  leika  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024