Sandgerðisbær vill hitaveitutengingu í nýja orlofsbyggð
Tenging hitaveitu við nýja orlofsbyggð við Þóroddsstaði í landi Sandgerðis var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis. Lögð var fram áætlun um kostnað við tengingu hitaveitu í orlofsbyggð við Þóroddsstaði frá Hitaveitu Suðurnesja. Áætlaður kostnaður er um um 10 milljónir króna.Bæjarstjórn Sandgerðis fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Hitaveitu Suðurnesja hf. og stjórnarmanni Sandgerðisbæjar í stjórn hitaveitunnar og að þar verði lagðar fram óskir um að málið verði tekið upp og að ráðist verði í umræddar framkvæmdir hið fyrsta.
Bæjarstjórn telur að forsendur fyrir notkun á heitu vatni fyrir hvert orlofshús á svæðinu of lágar miðað við upplýsingar frá öðrum orkuveitum sem lagt hafa í framkvæmdir við að tengja orlofshús á sínum svæðum. Við frekari notkun er það álit fræðinga að hitafallið verði ekki meira en sem nemur 10 ° C.
Bæjarstjórn telur að forsendur fyrir notkun á heitu vatni fyrir hvert orlofshús á svæðinu of lágar miðað við upplýsingar frá öðrum orkuveitum sem lagt hafa í framkvæmdir við að tengja orlofshús á sínum svæðum. Við frekari notkun er það álit fræðinga að hitafallið verði ekki meira en sem nemur 10 ° C.