Sandgerðisbær óskar eftir viðræðum við Brim um kaup á aflaheimildum
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar óskar eftir viðræðum við Brim ehf um kaup á aflaheimildum útgerðarfélagsins Miðness hf. í Sandgerði sem sameinað var Haraldi Böðvarssyni á Akranesi á sínum tíma. Bæjarstjórnin ákvað þetta á fundi sínum í gær. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að um sé að ræða aflaheimildir af fyrrum skipum Miðness hf. Sem voru gerð út frá Sandgerðishöfn en hafa nú verið seld. Bæjarstjórn leggur áherslu á að fá að verkefninu öll útgerðarfélög og fiskvinnslur sem gera út frá Sandgerðishöfn.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að bréf yrði sent Landsbanka Íslands í dag þar sem óskað er eftir viðræðum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir Suðurnesin í heild sinni,“ sagði Sigurður. Aðspurður sagði Sigurður vonast til að fyrirtæki á Suðurnesjum kæmu að kaupunum á aflaheimildum Miðness hf.
VF-ljósmynd/JKK.