Sandgerðisbær og Isavia styrkja umferðaröryggi
- við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli
Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar hefur hafið starfsemi á skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og mun Isavia annast eftirlit og umsýslu vegna stöðubrota fyrir hönd sjóðsins.
Mikil umferðaraukning hefur orðið við flugstöðina og er unnið að endurbótum á skipulagi til aukins öryggis vegfarenda. Er markmiðið m.a. að greiða fyrir umferð fyrir utan flugstöðina, þar sem einungis er heimilt að stöðva til þess að hleypa farþegum út, og fækka umferðarlagabrotum.
Bílastæðasjóður hefur ekki verið rekinn á vegum bæjarins fyrr en stofnun hans er forsenda lögboðinna ráðstafana gegn ólögmætri bifreiðastöðu og var samningur um samstarf við Isavia undirritaður föstudaginn 26. apríl.