Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær kaupir smáhýsi til að bregðast við húsnæðisvanda
Þriðjudagur 25. júlí 2017 kl. 23:20

Sandgerðisbær kaupir smáhýsi til að bregðast við húsnæðisvanda

Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt að festa kaup á fjórum smáhýsum. Húsin verða leigð út sem félagslegt húsnæði og til að mæta brýnni þörf fyrir þannig húsnæði í Sandgerðisbæ. Húsin fjögur verða sett niður á lóð og grunni norðan Þekkingarsetursins við Garðveg
 
Minnisblað/tillaga sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála vegna staðsetningar á bráðabirgðahúsnæði fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar í Sandgerði var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis í dag. Einnig greinargerð og tillaga bæjarstjóra og félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar um kaup á smáhýsum til útleigu fyrir félagslegt húsnæði. 
 
Bæjarráð samþykkti á fundinum tillögu um að Sandgerðisbær festi kaup á fjórum smáhúsum, til þess að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði. Bæjarráð samþykkti einnig tillögu varðandi staðsetningu húsanna við Garðveg.
 
Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að smáhýsin væri á vegum Sandgerðisbæjar til að vinna á löngum biðlista eftir félagslegu húsnæði. Sandgerðisbær væri ekki að opna á almenna smáhýsabyggð með þessari framkvæmd.
 
Sandgerði, er eftir því sem næst verður komist, fyrsta sveitarfélagið til að bregðast við húsnæðisvanda með því að setja upp smáhýsi. Í Reykjanesbæ hefur verið kallað eftir fundi í velferðarráði til að ræða m.a. húsnæðisvanda en íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 2000 manns á síðustu 18 mánuðum.
 
Liðlega 40 ár eru síðan ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir víða á Suðurnesjum þegar svokallaðar „Eyjabyggðir“ risu í kjölfar eldgossins í Heimaey. Þá voru flutt til landsins stöðluð hús frá Skandinavíu til að bregðast við miklum húsnæðisvanda á þeim tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024