Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær kaupir grunnskólann af Fasteign
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 09:50

Sandgerðisbær kaupir grunnskólann af Fasteign

Bæjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt að nýta fjármuni Framtíðarsjóðs Sandgerðisbæjar til kaupa á nýbyggingu Grunnskólans í Sandgerði af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og til niðurgreiðslu skulda og skuldajöfnunar við aðalsjóð. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn á síðasta fundi hennar.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Framtíðarsjóður Sandgerðisbæjar verði lagður niður.

Framtíðarsjóður Sandgerðisbæjar var upp á rúman einn milljarð króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024