Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær kaupir 600 fermetra í Vörðunni
Sunnudagur 18. janúar 2009 kl. 09:33

Sandgerðisbær kaupir 600 fermetra í Vörðunni

Bæjaryfirvöld í Sandgerðisbæ hafa tekið ákvörðun um að kaupa húsnæði það í Vörðunni sem hýsir bæjarskrifstofur og bókasafn, alls 601 fermetra. Seljandi er Búmenn. Vegna kaupanna yfirtekur bærinn lán sem í dag stendur í 181 milljón króna. Útborgun er 45 milljónir og kaupverð því 266 milljónir.

Þar með hefur bæjarfélagið eignast meirihluta húsnæðisins í Vörðunni en efsta hæðin er áfram í eigu Búmanna. Talið er hagstæðara fyrir bæinn að eiga umrætt húsnæði fremur en að leiga það og á þeim forsendum var minnihlutinn í bæjarstjórn einnig samþykkur kaupunum þegar málið var afgreitt á fundi hennar í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024