Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær auglýsir breytingu á aðalskipulagi
Fimmtudagur 30. júlí 2015 kl. 08:00

Sandgerðisbær auglýsir breytingu á aðalskipulagi

Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 - 2024.

Samhliða breytingu á aðalskipulagi er auglýst tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Djúpuvík og tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Bala á Stafnesi.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerðisbæ og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á vef Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, eða til skipulagsfulltrúa, [email protected].