Sandgerðingar vilja selja vatnsveitu fyrir rúmar 100 milljónir
Bæjarráð Sandgerðis samþykkti samhljóða í vikunni að hefja samningaviðræður við Hitaveitu Suðurnesja hf. um yfirtöku þeirra og kaup á Vatnsveitu Sandgerðis.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, lagði fram mat á Vatnsveitu bæjarfélagsins á fundi bæjarráðs, sem verkfræðistofan VSÓ hefur unnið fyrir bæjarfélagið. Um er að ræða heildarmat og er veitan metin á kr. 135.000.000.- Þegar búið er að afskrifa lagnir með tilliti til hvenær þær voru lagðar er matið um kr. 108.000.000.- en búið er að endurnýja nær allar lagnir í byggðarlaginu á síðustu árum.
Bæjarstjóri lagði einnig fram óskir um mat á markaðsvirði eignarinnar en það verður unnið af KPMG endurskoðun.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, lagði fram mat á Vatnsveitu bæjarfélagsins á fundi bæjarráðs, sem verkfræðistofan VSÓ hefur unnið fyrir bæjarfélagið. Um er að ræða heildarmat og er veitan metin á kr. 135.000.000.- Þegar búið er að afskrifa lagnir með tilliti til hvenær þær voru lagðar er matið um kr. 108.000.000.- en búið er að endurnýja nær allar lagnir í byggðarlaginu á síðustu árum.
Bæjarstjóri lagði einnig fram óskir um mat á markaðsvirði eignarinnar en það verður unnið af KPMG endurskoðun.