Sandgerðingar vilja milljarð að láni
Bæjarráð Sandgerðis samþykkti í gær að óska eftir viðræðum við Lánasjóði sveitarfélaga um að taka að láni einn milljarða króna vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Sandgerði er skuldugasta sveitarfélag landsins og skuldaði um síðustu áramót 5,2 milljarða sem er 428% af heildartekjum. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Skuldastaða Sandgerðisbæjar er afar slæm. Framlegð bæjarsjóðs er reyndar yfir viðmiðunum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, en skuldirnar eru svo miklar að hún dugar ekki til þess að standa undir skuldum og skuldbindingum.
Bæjarfélagið gerði á síðasta ári samning við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að farið verði ítarlega í saumana á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs með það fyrir augum að ná markmiðum sveitarstjórnarlaga um að skuldirnar séu ekki meiri en 150% af tekjum.
Á síðasta ár var bæjarsjóður rekinn með 390 milljón króna tapi. Fjárhagsáætlun þessa árs gerir ráð fyrir að tapi upp á 260 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætluninni þarf sveitarfélagið að greiða 409 milljónir í vexti og verðbætur í ár. Afborganir langtímalána nema 173 milljónum og leigugjöld vegna húseigna sem bærinn nýtir og eru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar nema 40 milljónum, segir á mbl.is.