Sandgerðingar þiggja mestu atvinnuleysisbæturnar
Vogabúar koma þar á eftir
Íbúar Sandgerðis þiggja langmestu atvinnuleysisbæturnar á Íslandi. Að meðaltali þiggur hver íbúi sveitarfélagsins rúmlega 190.000 kr. í atvinnuleysisbætur á ári. Næstir á eftir koma íbúar í Vogunum, en þeir veita viðtöku rúmlega 165.000 kr. hver á ári að meðaltali. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Ríkisskattstjóra, en upplýsingarnar miðast við álagningarskrár frá 2013 og fjárhæðirnar miðast því við árið áður. Viðskiptablaðið greinir frá.