Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar óánægðir með lóðargjald
Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 11:46

Sandgerðingar óánægðir með lóðargjald

Byrjað að rukka lóðarleigu sem ekki hefur verið gert í fjölda ára

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að margir Sandgerðingar séu óánægðir vegna óvæntra hækkana á fasteignagjöldum, en undanfarna daga hafa bæjaryfirvöld sent út bréf þar sem fram kemur að innheimta á lóðarleigu verði nú rukkuð sem ekki hefur verið gert í fjölda ára. Landeigendur í Sandgerði hafa haft rétt á því að rukka lóðarleigu í mörg ár en hafa ekki gert hingað til. Upphæðin sem um ræðir er um 20-40 þúsund krónur á ári.

Margir bæjarbúar eru ósáttir við að fá reikninga sem það hafði ekki búist við að fá og finnst mörgum að bæjaryfirvöld hefðu getað tilkynnt þeim um málið með öðrum hætti en að senda innheimtubréf. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði telur hún líklegt að haldinn verði íbúafundur á næstunni þar sem farið verður yfir þetta mál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024