Sandgerðingar komast í gufu og sund alla daga
	Gufubaðið í Íþróttamiðstöð Sandgerðis opnar á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur á mánudaginn en endurbætur hafa staðið yfir síðustu vikur.
	
	Sandgerðisbær ætlar á árinu að efla lýðheilsu í bæjarfélaginu og einn liður í því er að hafa sundlaugina opna alla daga ársins. Hún hefur verið lokuð á sunnudögum en er nú opin frá kl. 10-16 um helgar. Opnunartími virka daga er eins og áður.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				