Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar fá hringtorg
Föstudagur 7. júlí 2006 kl. 15:04

Sandgerðingar fá hringtorg

Vegagerðin og Sandgerðisbær hafa óskað eftir tilboðum í endurbyggingu Strandgötu í Sandgerði. Á horni Tjarnargötu, Garðsvegar og Strandgötu er gert ráð fyrir hringtorgi.

Framkvæmdum á að vera að fullu lokið í byrjun desember á þessu ári en um er að ræða 380 m kafla milli Austurgötu og Vitatorgs. Gert er ráð fyrir að eldra slitlag verði allt rifið upp og nýtt lagt yfir, gangstéttir verða hellulagðrar og lagnir endurnýjaðar.

Á meðfylgjandi loftmynd frá Vegagerðinni sést hvar væntanlegt hringtorg verður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024