Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Sandgerðingar fá fleiri hraðamyndavélar
    Hraðamyndavélar á Sandgerðisvegi.
  • Sandgerðingar fá fleiri hraðamyndavélar
Mánudagur 28. apríl 2014 kl. 12:05

Sandgerðingar fá fleiri hraðamyndavélar

Vegagerðin er að skoða þann möguleika að setja upp fleiri kassa fyrir hraðamyndavélar á Sandgerðisvegi. Myndavélar sem nú eru við veginn hafa skilað árangri til lækkunar á umferðarhraða. Áhrifin eru hins vegar staðbundin í námunda við myndavélarnar og því er hugmyndin að stækka áhrifasvæðið með því að setja upp fleiri myndavélakassa og hafa þannig möguleika á að færa myndavélarnar á milli kassa.
 
Í tengslum við umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hefur Vegagerðin sett upp nokkrar harðamyndavélar á þjóðvegum. Tilgangur verkefnisins er að kanna hver áhrif myndavélanna eru á umferðarhraða, en talið er að samband sé milli slysatíðni og umferðarharða, þannig að slysatíðni hækkar ef hraði eykst auk þess sem alvarleiki slysa verður meiri.
 
Mælingar voru gerðar árið 2010 á Sandgerðisvegi, en þar voru hraðamyndavélar settar upp árið 2008. Niðurstöður voru m.a. bornar saman við mælingar sem gerðar voru áður en myndavélarnar voru settar upp. Niðurstöður sýna að hraði hefur lækkað eftir uppsetningu myndavélanna árið 2008.
 
Hins vegar virðast áhrif hraðamyndavélanna vera nokkuð staðbundin. Meðalhraði er hár áður en komið er að myndavél, lækkar við myndavélina og helst nokkuð stöðugur í kílómetra frá myndavél en eykst svo aftur. Einnig kom fram að mesti hraði sem mældur var, lækkaði mjög við myndavélarnar sjálfar en hækkar um leið og frá þeim er farið. Stungið er upp á því að setja upp fleiri myndavélakassa við veginn en skiptast á að hafa myndavél í þeim, þannig megi lengja áhrifasvið myndavélanna. Minnt er á í fréttablaði Vegagerðarinnar að niðurstöður sem hér koma fram miðast við Sandgerðisveg og þær aðstæður sem þar eru og þegar mælingar fóru fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024