Sandgerðingar eigna sér Garðskagavita!
Sandgerðingar vita hvað þeir eiga. Þeir sáu ástæðu til að gera frétt um það þegar Hollywood-leikarar gerðu stuttan stanz í Leifsstöð á dögunum að segja að leikararnir hefðu heimsótt Sandgerði. Leifsstöð er sem sagt í Sandgerði þó svo flugvélar lendi í Keflavík. Heimasíða Sandgerðisbæjar lumar á ýmsu örðu merkilegu. Þar má meðal annars sjá þá flagga stolti Garðmanna!Garðskagaviti í allri sinni mynd birtist reglulega undir yfirskriftinni Sandgerðisbær. Þarna eru Sandgerðingar eitthvað að gæla við Garðmenn. Vilja þeir sameinast Garðmönnum eða eru þeir bara að skreyta sig með fjöðrum nágrannans?
Það væri gaman að heyra viðbrögð lesenda við þessu uppátæki Sandgerðinga.
Eru Sandgerðingar að slá eign sinni á Garðskagavita?
Smellið á rauða borðann hér neðst á síðunni VÍKURFRÉTTIR Á NETINU og segið hvað ykkur finnst.
Það væri gaman að heyra viðbrögð lesenda við þessu uppátæki Sandgerðinga.
Eru Sandgerðingar að slá eign sinni á Garðskagavita?
Smellið á rauða borðann hér neðst á síðunni VÍKURFRÉTTIR Á NETINU og segið hvað ykkur finnst.