Sandgerði: Tekist á í bæjarstjórn um íþróttamannvirki
Miklar umræður urðu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar á fundi hennar í vikunni þegar meirihlutinn lagði fram minnisblað Fasteignar ehf er varðar byggingu sundlaugar og viðbyggingu við íþróttamiðstöð bæjarins. Tekist var á um málið með tillögum og bókunum á víxl.
Minnihluti S-lista lagði fram tillögu ásamt greinargerð þar sem lagt er til að í stað þess að reisa viðbyggingu við vesturgafl íþróttamiðstöðvarinnar verði reistur nýr íþróttasalur við austurhlið hennar og hann sambyggður núverandi húsnæði. Í öðru lagi verði núverandi íþróttasal skipt upp í aðstöðu fyrir þrektækjasal og lítinn fjölnota sal. Í greinargerð með tillögunni segir að S-listinn styðji hugmyndir um uppbyggingu á sundaugarsvæði en lagt er til að til viðbótar verði gert ráð fyrir vatnsleiksvæði.
“Fulltrúar S-lista Samfylkingar og óháðra telja rétt að leggja þessa tillögu fram nú áður en samþykkt verður að ráðast í framkvæmdir sem binda hendur bæjarstjórnar til framkvæmda við Íþróttamiðstöð til næstu ára,” segir í greinargerð minnihlutans.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, sem lagði sjálfur fram tillögu þess efnis að unnið yrði áfram með Fasteign ehf að byggingu sundlaugar og viðbyggingu að íþróttamiðstöð bæjarfélagsins.
Minnihluti lagði fram ósk um frestun á umræðu um tillögu meirihlutans með vísun til 35.gr. um samþykktir Sandgerðisbæjar en forseti bæjarstjórnar vísaði umræddri beiðni frá.
Tillaga K-lista og D-lista var borin upp og samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn greiddi atvæði á móti.
Minnihluti lagði því næst fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar S- og B-lista styðja uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sandgerði, eins og kemur fram í tillögu S-listans hér á undan. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar er þessa dagana til kynningar hjá fagráðum og hagsmunaaðilum og eiga athugasemdir þeirra að liggja fyrir fundi bæjaráðs 24. október n.k. Bæjarstjórn getur ekki gengið til samninga um framkvæmdir við Íþróttamiðstöð fyrr en ofangreindar athugasemdir liggja fyrir og búið er að gera ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlunum. Það er því ekki tímabært á þessari stundu að samþykkja samkomulag við Fasteign hf. Þá vilja fulltrúar S- og B-lista taka það fram að þó svo að þeir séu samþykkir framkvæmdum við Íþróttamiðstöð, eru þeir ekki samþykkir því að ganga til samninga við Fasteign hf. um verkið. Vænlegra væri að bæjarfélagið ætti sjálft sínar fasteignir."
Þessi bókun var síðan dregin til baka en í hennar stað var lögð fram ný bókun vegna athugasemda frá meirihluta bæjarstjórnar.
“Fulltrúar S- og B-lista harma þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að neita minnihlutanum um eðlilega ósk um frestun á afgreiðlu meirihlutatillögu sem lögð var fram hér á fundinum, um að ganga til samninga við Fasteign hf. um viðbyggingu Íþróttamiðstöðvar. Jafnframt áskilur minnihlutinn sér rétt til að bóka um málið á síðari stigum,” segir í bókun minnihlutans.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði þá fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar D- og K-lista harma þá ákvörðun S-lista í minnihluta bæjarstjórnar að leggja fram tillögu á fundinum sem er í engu samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar eða í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð í nefndum og ráðum bæjarfélagsins.
Meirihluti bæjarstjórnar taldi eðlilegt á þessu stigi málsins að kynna stöðu verkefnisins í bæjarstjórn enda hafði minnihluti ásamt meirihluta samþykkt í bæjarráði að vísa umræddum tillögum til fagráða og íþróttafélaga en ákvörðun um umrædda vinnu var tekin af bæjarstjórn á sínum tíma.
Frestun á afgreiðlu á meirihlutatillögu bæjarstjórnar eftir að fram er kominn bein tillaga um að beina umræddu máli í annan farveg væri óeðlileg og gæfi bæjarbúum ranga mynd af stöðu mála.”
Minnihluti S-lista lagði fram tillögu ásamt greinargerð þar sem lagt er til að í stað þess að reisa viðbyggingu við vesturgafl íþróttamiðstöðvarinnar verði reistur nýr íþróttasalur við austurhlið hennar og hann sambyggður núverandi húsnæði. Í öðru lagi verði núverandi íþróttasal skipt upp í aðstöðu fyrir þrektækjasal og lítinn fjölnota sal. Í greinargerð með tillögunni segir að S-listinn styðji hugmyndir um uppbyggingu á sundaugarsvæði en lagt er til að til viðbótar verði gert ráð fyrir vatnsleiksvæði.
“Fulltrúar S-lista Samfylkingar og óháðra telja rétt að leggja þessa tillögu fram nú áður en samþykkt verður að ráðast í framkvæmdir sem binda hendur bæjarstjórnar til framkvæmda við Íþróttamiðstöð til næstu ára,” segir í greinargerð minnihlutans.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, sem lagði sjálfur fram tillögu þess efnis að unnið yrði áfram með Fasteign ehf að byggingu sundlaugar og viðbyggingu að íþróttamiðstöð bæjarfélagsins.
Minnihluti lagði fram ósk um frestun á umræðu um tillögu meirihlutans með vísun til 35.gr. um samþykktir Sandgerðisbæjar en forseti bæjarstjórnar vísaði umræddri beiðni frá.
Tillaga K-lista og D-lista var borin upp og samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn greiddi atvæði á móti.
Minnihluti lagði því næst fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar S- og B-lista styðja uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sandgerði, eins og kemur fram í tillögu S-listans hér á undan. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar er þessa dagana til kynningar hjá fagráðum og hagsmunaaðilum og eiga athugasemdir þeirra að liggja fyrir fundi bæjaráðs 24. október n.k. Bæjarstjórn getur ekki gengið til samninga um framkvæmdir við Íþróttamiðstöð fyrr en ofangreindar athugasemdir liggja fyrir og búið er að gera ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlunum. Það er því ekki tímabært á þessari stundu að samþykkja samkomulag við Fasteign hf. Þá vilja fulltrúar S- og B-lista taka það fram að þó svo að þeir séu samþykkir framkvæmdum við Íþróttamiðstöð, eru þeir ekki samþykkir því að ganga til samninga við Fasteign hf. um verkið. Vænlegra væri að bæjarfélagið ætti sjálft sínar fasteignir."
Þessi bókun var síðan dregin til baka en í hennar stað var lögð fram ný bókun vegna athugasemda frá meirihluta bæjarstjórnar.
“Fulltrúar S- og B-lista harma þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að neita minnihlutanum um eðlilega ósk um frestun á afgreiðlu meirihlutatillögu sem lögð var fram hér á fundinum, um að ganga til samninga við Fasteign hf. um viðbyggingu Íþróttamiðstöðvar. Jafnframt áskilur minnihlutinn sér rétt til að bóka um málið á síðari stigum,” segir í bókun minnihlutans.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði þá fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar D- og K-lista harma þá ákvörðun S-lista í minnihluta bæjarstjórnar að leggja fram tillögu á fundinum sem er í engu samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar eða í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð í nefndum og ráðum bæjarfélagsins.
Meirihluti bæjarstjórnar taldi eðlilegt á þessu stigi málsins að kynna stöðu verkefnisins í bæjarstjórn enda hafði minnihluti ásamt meirihluta samþykkt í bæjarráði að vísa umræddum tillögum til fagráða og íþróttafélaga en ákvörðun um umrædda vinnu var tekin af bæjarstjórn á sínum tíma.
Frestun á afgreiðlu á meirihlutatillögu bæjarstjórnar eftir að fram er kominn bein tillaga um að beina umræddu máli í annan farveg væri óeðlileg og gæfi bæjarbúum ranga mynd af stöðu mála.”