Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Tæpar 50 milljónir í stækkun leikskóla
Mánudagur 11. febrúar 2008 kl. 11:55

Sandgerði: Tæpar 50 milljónir í stækkun leikskóla

Bæjarstjórn Sandgerðis staðfesti á síðasta fundi sínum verksamning við Gunnar Guðbjörnsson um viðbyggingu við leikskólann Sólborgu.

Samningurinn hljóðar upp á kr. 49.294.661 og segir í fundargerð bæjarstjórnar að verkinu skuli lokið að fullu 1. ágúst nk.

Kostnaður þessi er innan ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 og fögnuðu fulltrúar minnihlutans því sérstaklega að viðbyggingin skuli verða alfarið í eigu bæjarins. Þar vísa þeir sennilega til Fasteignar hf., en fyrir utan skörp skoðanaskipti milli meirihluta og minnihluta um húsnæðismál leikskóla í bænum hafa málefni tengd Fasteign og eignarhaldi á opinberum byggingum einnig verið í umræðunni.

 

Mynd: Frá hjóladegi á Sólborg í Sandgerði. Víkurfréttamynd

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024