Sandgerði: Sjálfstæðismenn ræða við K-lista, Samfylking sett á bið
D-listi Sjálfstæðismanna í Sandgerði gaf Samfylkingunni nú fyrir stundu afsvar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar.
Samfylkingin sem var sigurvegari kosninganna í gær lagði þessa tillögu á borð D-lista um leið og úrslit urðu ljós og gaf D-lista færi á því að svara í dag. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, var á leið sinni til fundar við K-listann þegar Víkurfréttir ræddu við hann.
„Við erum sigurvegarar kosninganna og það er okkar að eiga frumkvæði að viðræðum um meirihlutasamstarf,“ sagði Ólafur en hann átti fastlega von á því að K-listi og D-listi myndu reyna með sér áframhaldandi meirihlutasamstarf en hélt engu að síður til fundar við K-listann.
„Fólk vill greinilega breytingar í bænum en ef við verðum í minnihluta þá verðum við öflugur minnihluti sem heldur meirihlutanum við efnið og við munum vinna lýðræðislega að því,“ sagði Ólafur í samtali við Víkurfréttir.
Víkurfréttir höfðu samband við Sigurð Val Ásbjarnarson, bæjarstjóra í Sandgerði, en hann sagði að D-listi hefði viljað ræða meirihlutasamstarf við K-lista fyrstan flokka því samstarf flokkanna hafi verið heilladrjúgt fyrir samfélagið.
„Við vorum í meirihluta með K-listanum og þar af leiðandi er eðlilegt að taka upp viðræður við þá fyrst og sjá hvort flokkarnir hafi áhuga á því að starfa áfram saman,“ sagði
VF-mynd/ [email protected] –