Sandgerði: S og D í eina sæng?
Samfylkingin í Sandgerði hefur boðið Sjálfstæðisflokki samstarf á komandi kjörtímabili en Samfylkingin varð hlutskörpust í kosningunum með rétt rúmlega 31% atkvæða.
Samfylkingin, K-listi og Sjálfstæðisflokkur náðu öll inn tveimur mönnum
í bæjarstjórn en Framsóknarflokkurinn fékk einn.
Sjálfstæðismenn í Sandgerði munu svara tilboði Samfylkingar síðar í dag.
VF-mynd/ [email protected] – Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingar, hafði ríka ástæðu til þess að brosa breitt.