Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Ný aðstaða fyrir dagmæður
Miðvikudagur 28. janúar 2009 kl. 16:12

Sandgerði: Ný aðstaða fyrir dagmæður



Í Sandgerði er nú tilbúin ný aðstaða í húsi sem bæjarfélagið hefur komið upp fyrir þær sem hafa áhuga á að starfa sem dagmæður í sveitarfélaginu en skortir til þess aðstöðu.  Með þessari ráðstöfun ættu biðlistar að vera úr sögunni í bili.

Sveitarfélagið þjónar í dag um 130 börnum af þeim 148 sem komast á tólf mánaða aldur á árinu. Í þessum aldurshópi eru sex börn á biðlista. Nýja aðstaðan er þó ekki hugsuð sem framtiðarlausn því hún mun ekki anna þeirri íbúaþróun sem vonast er til að verði í sveitafélaginu á næstu árum, að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra.

Ekki er langt síðan byggð var deild við gamla leikskólann ásamt bættri aðstöðu fyrir starfsfólk. Þar með var leikskólinn og svæði hans orðið fullnýtt.

Sigurður segir að í framtíðaráformum bæjarins sé gert ráð fyrir nýjum fjögurra deilda leikskóla en nýja aðstaðan sé hugsuð til að brúa bilið. Ráðist verði í verkefnið „þegar við förum að sjá yfir skaflinn,“ eins og Sigurður vildi orða það og átti þar við ástandið almennt í efnahagsmálum þjóðarinar.

VFmynd/elg – Sandgerði auglýsir eftir dagmæðrum í bæjarfélaginu sem vilja nýta sér þá aðstöðu sem er til staðar í þessu húsi og er nú er tilbúið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024